PRO LITE SVÖRT

Kurma Pro Lite er sama dýnan og Manduka Pro Lite nema hvað hún er undanfari Manduka dýnunnar, eini munurinn á dýnunum er að Kurma dýnan er mun ódýrari, sama dýnan fyrir miklu minni pening. Þetta er langbesta dýnan á yogamarkaðnum í dag og fyrir besta verðið.


Kurma Pro dýnan var þróuð í Þýskalandi af Claus Grzesch, sem hefur verið jógaiðkandi síðan 1975. Claus nam jógafræði beint frá þekktasta jóga-gúrú Indlands, B.K.S. Iyengar, og er hann enn í dag einn af virtustu Iyengar jógakennurum og jógakennaraþjálfurum Evrópu.
Það var til þess að bæta sína eigin iðkun sem Claus byrjaði að þróa og prófa jógadýnur, til að finna betra hágæðayfirborð til að gera jógaæfingar á. Claus skapaði og prófaði meira en 100 gerðir af dýnum, áður en hann loks datt niður á uppskriftina að Kurma Pro. Í nærri 30 ár hefur Kurma Pro verið besti valkostur jógafagfólks um allan heim.
Hágæða, lúxusþéttar, Non-Slip Grip jógadýnur fyrir alvöru notkun. Dýnur sem eru öruggar fyrir liðina og bæta stöðugleika. 25 ár af þýskri verkfræði= Fyrsta og síðasta jógadýnan sem þú munt nokkru sinni þurfa að fá þér. Kurma Pro er hágæðajógadýna sem tryggir toppframmistöðu. Jógakennarar mæla með og nota þessa dýnu fyrir örugga og árangursríka iðkun. Kurma Pro á sér engan jafnoka þegar kemur að þægindum, stöðugleika og gripi yfirborðs.
Það sem Kurma Pro gerir best er að auðvelda þér að einbeita þér að jóga:


·        Krumpast ekki
·        Lyktar ekki
·        Rennur ekki
·        Ískrar ekki
·        Mengar ekki
·        Skemmist ekki


Við ábyrgjumst að Kurma Pro dýnan endist þér ævina. Ef hún gerir það ekki þá færðu aðra ókeypis. Við lofum því.
Kurma jógadýnurnar eru prófaðar og vottaðar lausar við skaðleg efni samkvæmt Oeko-Tex® 100 staðli.
Oeko-Tex® er alþjóðleg sjálfstætt starfandi stofnun í Sviss sem rannsakar og prófar vörur með tilliti til skaðlegra efna. Vottorð Oeko-Tex® er staðfesting á að varan er skaðlaus neytandanum.


Slík vottun er dýrmætt verkfæri til að nota við ákvarðanatöku þegar kemur að því að kaupa hvers kyns framleiddar textílvörur. Oeko-Tex® eru frumkvöðlar í prófunum fyrir skaðlegum efnum sem eru ekki leyfileg samvæmt reglugerðum landa og stuðla þannig að verndun heilsu neytandans. Allar dýnur eru lausar við þalöt og lausa þungmálma.
 
Stærð: 185sm lengd, 66sm breidd, 4,2 mm þykk
Þyngd: 2.0 kg
Framleiðsluefni: Hágæða PVC (AZODOPphthalate og latex frí)
Merkt: Oeko-Tex Level 1
Hentar: öllum yogastílum
Dýnumeðhöndlun: Þurrkið af með rökum klút, eða blöndu af edik og vatni, 1/4 edik og 3/4 vatn
Framleiðsluland: Þýskaland 


Skrifa umsögn

Ath: HTML stuðningur ekki virkur!
    Slæm           Góð

Hægt er að velja á milli að fá sent heim eða sækja í Yogātma.

 1. Allar vörur sendast með Íslandspósti.
 2. Allar yogadýnur sendast frítt beint heim að dyrum, ef pantaðir eru aukahlutir með dýnunni sendist það einnig frítt
 3. Hægt er að sækja pantaða vöru í Yogātma Heilsubót, Skipholti 35 á mánudögum, 13:00 - 13:30.
 4. Frí póstsending er á öllum vörum ef verslað er yfir 15.000 kr.
 5. Ef verslaðar eru aðrar vörur en yogadýnur og varan er ekki yfir 15.000 kr., þá sendist hún í burðargjaldi. Greitt er við móttöku pakkans eftir gjaldskrá Íslandspósts. Verð sendingar reiknast ekki í reikningi og er því skráð sem 0 kr.
 6. Líki þér ekki varan, þá endursendir þú hana til okkar í burðargjaldi og við greiðum sendingargjaldið, athugið að varan verður að vera í söluhæfu ástandi.

Við sendum þér yogadýnuna frítt beint heim að dyrum, ef þér líkar hún ekki þá sendirðu okkur hana aftur tilbaka í burðargjaldi og við endurgreiðum þér.

PRO LITE SVÖRT

 • Vörumerki: Kurma
 • Vörunúmer: kurma_pro_lite
 • Fáanlegt: Til á lager
 • 9.900kr.
 • Án VSK: 7.984kr.