DÝNUMEÐHÖNDLUN

Gummi admin 20/05/2018 0 Comment(s)

 

 

Til að bæta grip dýnanna eftir að dýnan hefur verið keypt eða

 til halda dýnunum hreinum og frá einhverskonar bakteríumyndun, mælum við með eftirfarandi.

 

 

KURMA KLASSÍSKA

 

Kurma klassíska er tilbúin til notkunar þegar hún kemur til þín. Við mælum hinsvegar með því að þú setjir hana á léttan þvott með lítið magn af mildu uppþvottarefni. Þvotturinn fjarlægir svokallaða verksmiðju filmu sem er á öllum nýjum dýnum og bættir gripið enn frekar.

 

Athugið: léttur þvottur, kaldur þvottur, hámark 40 gráður, ekki nota vinduna eftir þvottinn og ekki setja í þurkara.

 

Þegar dýnan hefur verið þvegin, hengið hana upp eða leggið flata til þurrkunar, ekki rúlla henni saman fyrr en hún er alveg þurr. Ef þið viljið flýta fyrir þurkk-ferlinum, þá rúllið dýnunni inní handklæði og þrýstið saman, eftir það hengið hana upp eða leggið flata á gólfi.

 

Til að halda dýnunni þinni hreinni og lausri frá bakteríumyndun þá mælum við með því að þú hreinsir dýnuna þína reglulega með sótthreinsandi legi. Uppskriftin að lausninni er eftirfarandi

 

  1. 10 dropar af Tee Trea ilmkjarnaolíu til (sótthreinsunar)
  2. 10 dropar af ilmkjarnaolíu fyrir góða og hreinsandi lykt (t.d. orange, lavender eða rose)
  3. Hálfan til einn líter af köldu vatni í úðaraflösku

 

Meðfram því að úða dýnuna þína reglulega, þá er gott að henda henni annaðslagið í þvottavélina fyrir ýtarlegri þvott.

 

 

 

KURMA PRO 

 

Pro motturnar eru einnig tilbúnar til notkunar þegar þú færð þær. Hinsvegar hafa allar dýnur verksmiðjufilmu til að byrja með sem þýðir að hún getur verið aðeins sleip til að byrja með. Notaðu hreinsilausnina sem við lýsum að ofan eða nuddaðu hana með svampi og notaðu milt þvottaefni, eftir þvottinn þurrkaðu hana með rökum klút.

 

Svo að pro dýnurnar fá sitt besta grip þarf að nota þær, þessar dýnur verða betri því oftar sem þær eru notaðar.

Dýnurnar hafa einstaka framleiðslugerð sem eru lokaðar sellur, sem þýðir að KURMA motturnar ekki gleypa raka, svita eða bakteríur, sem þýðir að þær þurfa aldrei djúp hreinsun. Þess vegna skaltu ekki einu sinni hugsa um að setja pro dýnuna þína í þvottavélina - notaðu hreinsilausnina sjá að ofan eða hreinsaðu hana með mildu þvottarefni í staðinn.